Endurgjöfin

SAGAN:

Vaktstjórinn sagði einslega við starfsmann í veitingasal: „Það er mjög
mikilvægt að þú vaktir borðin sem þú átt að sjá um. Ég tók eftir því
að gestirnir þínir voru áðan með tóm glös fyrir framan sig. Þú bættir
ekki í rauðvíns- og bjórglösin hjá þeim né bauðst þeim meira þegar
flöskurnar voru orðnar tómar. Ég vil að þú fylgist með að ávallt séu
næg drykkjarföng hjá gestunum og bjóðir alltaf meira ef þarf. Ég
hef fulla trú á að þú passir héðan í frá upp á að gera þér ferð að
borðunum og fylla á glös og bjóða meira þegar flöskurnar eru tómar.“
Næsta dag sagði vaktstjórinn aftur við sama starfsmanninn: „Ég er
mjög ánægður með hvað þú hugsaðir vel um borðin þín í
veitingasalnum. Þú fylltir alltaf á glösin þegar það var farið að minnka
í þeim og bauðst meira þegar flöskurnar voru að verða tómar.“
Starfsmaðurinn var mjög ánægður með endurgjöfina. Hann velti
samt fyrir sér hvort vaktstjórinn hefði líka rætt við samstarfsmann
hans sem stóð hokinn rétt hjá og vafði hnífapörum inn í servéttur í
undarlegum hægagangi.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefur það á starfsfólk að fylgst sé með gæðum og tímasetningum verka?
  • Hvaða áhrif hafa tóm glös á borðum í miðri máltíð á upplifun gestanna?
  • Hvernig líður starfsmanni sem fær svona tilsögn?
  • Af hverju fór starfsmaðurinn að velta fyrir sér verkum samstarfsmannsins?
  • Hvaða áhrif hefur regluleg uppbyggileg endurgjöf á starfsmenn og starfsandann?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband