Gestrisni

SAGAN:

Tveir vinir á ferð í nýju landi koma þreyttir á áfangastað:

Athugasemdir gests á Booking.com: Komið ekki nálægt þessu hóteli eða þessum bæ! Mér er full alvara þegar ég segi: Ekki heimsækja þennan bæ, gistið frekar annars staðar. Þetta fólk hefur engan skilning á hvað er þjónusta.

Það eru ekki margir gistivalkostir á þessum stað en ef það er nokkur möguleiki þá skaltu gista annars staðar. Skipuleggðu bara dagsferð þangað og til baka samdægurs. Eini kosturinn við hótelið er að það er við höfnina en ef þú ætlar ekki í bátsferð þá vertu klár á að það er ekkert annað hægt að gera í þessum bæ.

Engar merkingar voru sjáanlegar þegar við komum að hótelinu að undanskildu pínulitlu gulu skilti fyrir framan útidyrnar. Það var ekki létt að draga töskurnar að móttökunni yfir steina og möl frá bílastæðinu. Við þurftum líka að klofa yfir holur áður en við komumst að útidyrunum. Þar var enginn til að tékka okkur inn en það blasti við símanúmer til að hringja eftir aðstoð. Sú sem svaraði lofaði höstuglega að senda starfsmann eftir 5 – 10 mínútur.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefur svona aðkoma á gesti?
  • Hvernig verður starfsfólki við þegar það les svona athugasemdir á samfélagsmiðlum?
  • Hvað ættu stjórnendur að gera þegar þeir lesa þetta?
  • Af hverju skrifar hótelgestur svona neikvætt – er það sanngjarnt?
  • Prófið að beita röddinni með með ólíkum hætti svo sem höstugleg eða brosandi.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband