Virðing fyrir viðskiptavini

SAGAN:

Viðskiptavinur tekur eftir því að í bílaleigubílnum hennar (sem er frekar nýlegur) er ljós í mælaborðinu sem á ekki að vera. Hún finnur að hún er orðin verulega stressuð. Hún leggur bílnum fyrir utan móttökuna og stekkur inn til að fá aðstoð. Viðskiptavininum finnst að henni sé ekki tekið alvarlega og skynjar pirring hjá starfsmanninum þegar hún biður hann að koma út og líta á ljósið. Hann segir öruggur í fasi að bíllinn sé svo ofurnæmur og líklega vantar loft í dekkin. Svo gengur hann hringinn í kringum bílinn, sparkar í dekkin og segir: „Það er í góðu lagi með bílinn.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvað gæti sagan sagt okkur um virðingu í samskiptum á milli fólks?
  • Hvernig haldið þið að viðskiptavininum líði þegar hún keyrir af stað?
  • Hvað hefði mátt fara betur í þessari sögu?
  • Endursegið söguna eins og þið mynduð taka á móti þessum viðskiptavini.

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband