Drukkni gesturinn

SAGAN:

Móttökustarfsfólkið tekur eftir því að gesturinn í herbergi 101 er ansi drukkinn þegar hann kemur inn úr dyrunum. Þau vita að núna er verið að þrífa herbergi á hæðinni sem gesturinn gistir á.

Þau hringja í hótelstjórann, sem er sterklegur maður, og láta vita. Hótelstjórinn ræðir við yfirþernuna og biður hana að koma þeim skilaboðum til starfsfólksins að hann verði inni í herberginu hjá drukkna gestinum á meðan þrifið er. Það eigi sem sagt enginn starfsmaður að fara inn í herbergið á undan honum.

Í framhaldi af þessum ráðstöfunum bankar hann upp á hjá gestinum og spyr hvort að það sé í lagi að herbergið sé þrifið.
Þeir fara svo að ræða um heima og geima á meðan herbergið er þrifið. Þegar þrifum er lokið þakkar hótelstjórinn fyrir ánægjulegt samtal og kveður með handabandi.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða vandamál hefðu getað komið upp?
  • Hvaða þætti í dæminu má telja lykil að árangursríkum samskiptum á vinnustað og öryggi?
  • Hvað hefði verið hægt að gera ef hótelstjórinn hefði ekki verið á staðnum?
  • Ræðið öryggisreglur sem gilda í ykkar starfi við svipaðar aðstæður.

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband