Ein misheppnuð ferð skyggir á aðrar

SAGAN:

Norðurljós af landi – því miður sáum við ekki norðurljósin á ferð okkar. Fyrsta kvöldið sem við áttum bókað var ferðinni aflýst, næsta kvöld var farið en við sáum ekki neitt og þriðja kvöldið var ferðinni aftur aflýst. Okkur skilst að augljóslega sé ekki hægt að kenna rútufyrirtækinu um og við vorum bara óheppin en við höldum, eftir á að hyggja, að önnur ferð hefði verið betri. Við vorum flutt á bílastæði með um það bil 6-7 öðrum rútum sem gera upplifunina ekki eins eftirminnilega og ella. Aðstæður voru slæmar, við heyrðum leiðsögumennina ræða þetta strax í byrjun og töldum að þeir hefðu ef til vill getað ekið á annan stað til að prófa þar ef þeir vissu að það væri engin séns á fyrsta staðnum. Kannski væri það auðveldara í minni hópferðabílum eða jeppum og þeir myndu vera sveigjanlegri og þess vegna myndum við næst þegar við bókum norðurljósaferð huga að minni bíl og persónulegri upplifun. Ef til vill þar sem boðið væri upp á heitt súkkulaði eða smákökur, innifalið í verðinu myndi þýða að þótt þú sæir ekki ljósin fengir þú að minnsta kosti eitthvað fyrir peningana þína ekki bara rútuferð!

Í heildina mælum við með þessu fyrirtæki til ferða á milli Reykjavíkur og flugvallarins, Bláa lónið og Gullna hringinn, en myndum taka norðurljósaferð í jeppa til að gera það að persónulegri og sérstakri upplifun með meiri möguleikum á að ná að sjá norðurljósin!

VERKEFNIÐ:

Skiptir máli að bæta farþegum upp þegar þeir fá ekki þá upplifun sem væntingar stóðu til?

Hvað hefði mátt gera til að sýna fram á vilja til að finna norðurljós?

Væri betra ef færri rútur söfnuðust saman á einn stað?

Bjóða minni bílar upp á meiri sveigjanleika?

Hvaða áhrif hefur ein neikvæð upplifun á annars góða þjónustu?

 

Hafðu samband