Draumastaðurinn

SAGAN:

Ég hafði pantað herbergi með tveimur eins manns rúmum en þótti betra að fá það staðfest hjá starfsmanninum áður en við vorum færðir án samþykkis á annað hótel. Starfsmaðurinn bætti gráu ofan á
svart með því að svara skælbrosandi: „Já, ja, nei, í rauninni eru í öllum tveggja manna herbergjunum (double bed rooms) tvö stök rúm sem er ýtt saman. Við nenntum ekki að aðskilja þau fyrir ykkur.”

Vinur minn var orðinn mjög þögull en gekk hikandi inn í herbergið sem var mjög dimmt. Engar aukainnstungur fundust til að hlaða tölvuna eða snjalltækið. Sjónvarpið var gamalt túbusjónvarp með fjarstýringu sem var fest saman með límbandi. Áklæðið á stólunum var blettótt og sápuskammtarinn í sturtunni var tómur. Ef þér finnst gaman að skafa vatn stanslaust á meðan þú ert í sturtu og eftir að þú kemur úr sturtu – þá er þetta á draumastaðurinn!

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig mynduð þið lýsa framkomu starfsmannsins?
  • Hvernig líður gestum sem fá svona viðmót?
  • Hvernig áhrif hefur útlit herbergisins á ánægju gestanna?
  • Eru einhverjir möguleikar á að bæta stöðuna þegar hér er komið sögu? Komið með tillögur!
  • Hvernig má ætla að stjórnendur hafi útskýrt orðið gestrisni fyrir starfsfólki? Útskýrið.

Hafðu samband