Herbergjakvörtunin

SAGAN:

Vinir panta herbergi með tveimur eins manns rúmum en við komuna sjá þeir að margt er ábótavant í herberginu. Þeir þurfa sjálfir að aðskilja hjónarúmið í tvö eins manns rúm. Annar vinanna fer þá niður í móttöku og segir: „Herbergið okkar er mjög dimmt, það eru ekki nógu margar innstungur, sjónvarpið er gamalt túbusjónvarp með fjarstýringu sem er fest saman með límbandi! Áklæðið á stólunum er blettótt og sápuskammtarinn í sturtunni er tómur. Þetta er engan veginn það sem við bjuggumst við miðað við myndirnar á bókunarsíðunni.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig væri best að bregðast við þessari kvörtun?
  • Komið með tillögur að því hvernig móttökustarfsmaðurinn getur umbreytt þessari neikvæðu upplifun í jákvæða.
  • Hvernig líður gestum þegar væntingar þeirra standast ekki?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband