Engin truflun

SAGAN:

Raundæmi frá sjónarhorni gests:

„Klukkan var 9 að morgni þegar það var bankað á dyrnar og sagt: „Housekeeping“. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og sagði bara „no, no“. Aftur var bankað en nú fastar og svo heyrði ég að dyrnar
voru opnaðar. Ég var fáklædd og sagði aftur, „no, no”. Starfsmaðurinn baðst afsökunar og fór hljóðlega. Ég sofnaði ekki dúr eftir þessa truflun. Þegar ég tékkaði mig út þá sagði ég móttökustjóranum frá þessu atviki. Hann hlustaði á mig og sagði að hann skildi að þetta væri mjög óþægilegt og baðst innilega afsökunar. Hann útskýrði að þarna hefði líklega mátt bæta þjálfunina hjá starfsmanninum. Ég var sátt við afsökunarbeiðnina en hefði líka viljað smá sárabætur.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvað getur skýrt þetta atvik annað en þjálfunarleysi?
  • Af hverju er afsökunarbeiðni mikilvæg?
  • Hvað segið þið um það sem móttökustjórinn gerir í framhaldi af kvörtuninni?
  • Hvernig mynduð þið ráðleggja móttökustjóranum að bregðast við kvörtun næst?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband