Áreksturinn

SAGAN:

Erlendur gestur á sjö manna bílaleigubíl lendir í árekstri og bíllinn er óökufær. Enginn sjö manna bíll er laus á bílaleigunni fyrr en eftir 5 – 6 klst. Gesturinn er stressaður og fúll og hreytir í starfsmanninn: „Það er óþolandi þegar maður ætlar að reyna að fá einhverja lausn hjá ykkur og ekkert gerist!” Starfsmaðurinn virtist vera með axlirnar upp að eyrum og stífa kjálka. Hann segir samt rólegur og yfirvegaður en einlægur: „Er það rétt skilið hjá mér að þú sért ekki ánægður með að ENN hefur engin lausn fundist? Ég get ímyndað mér að þú sért pirraður. Ég verð líka stundum pirruð þegar lausnir finnast ekki strax. Það er enginn sjö manna bíll laus núna en ég get boðið ykkur tvo minni bíla, ef það hentar.” Gesturinn öskrar: „Það er bara einn bílstjóri.“ Starfsmaðurinn spyr hæðnislega: „Við eigum bara engan sjö manna bíl. Það er lítið sem að ég get gert. Hvað viltu að ég geri?“

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig hefði verið hægt að leysa úr þessum vanda?
  • Hvað gerði starfsmaðurinn vel í þessu dæmi? Hvað hefði mátt fara betur?
  • Hvað atriði í framkomu starfsmannsins og orðavali gætu stuðað gestinn?
  • Hvað þarf að gera ef viðskiptavinur lendir í árekstri?
  • Hvernig líður viðskiptavini sem lendir í árekstri?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband