Fræðslutorg

Hér getur þú fundið ýmis hagnýt námskeið á sviði ferðaþjónustunnar og fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem gagnast þínu fyrirtæki við að efla fræðslu starfsfólks.

Fræðslugátt

Fræðsluaðilar um land allt eru tilbúnir að hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri. Í fræðslugáttinni getur þú fundið ýmis hagnýt námskeið innan þíns sviðs. 

Langar þig að styrkja vinnustaðinn með fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólkið þitt? Hæfnisetur ferðaþjónustunnar býður upp á ráðgjöf og þjónustu sem styður fyrirtæki við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Hæfnisetrið er fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og er ráðgjöfin fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Ýmsir valkostir eru í boði og má nánar lesa um þá í sameiginlegri gátt starfsmenntasjóðanna sem ber heitið Áttin
Ýmsir möguleikar standa fyrirtækjum og stofnunum til boða í stafrænni fræðslu. Líkt og með aðra fræðslu þarf að huga að ýmsum mikilvægum atriðum þegar sú leið er farin. Stjórnendum sem ætla að velja stafræna fræðslu fyrir starfsfólk sitt er hér bent á 8 góð ráð til að tryggja árangur.
Þjálfun starfsfólks og skýrar upplýsingar til viðskiptavina skipta sköpum þegar koma á til móts við breyttar venjur og þarfir. Hér finnur þú leiðbeiningar og góð ráð á tímum Covid-19. Mestallt efnið hefur verið þýtt á ensku og pólsku.
Hér má finna ýmislegt gagnlegt, bæði námskeið og myndbönd, frá hinum ýmsu aðilum.
Hér má finna allar helstu upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.
Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi. Skýrt móttökuferli styttir aðlögunartíma starfsmannsins og virkjar hann til góðra verka fyrirtækinu til hagsbóta. Stjórnendum er hér bent á 5 góð ráð til árangurs.
Seigla er hæfni einstaklinga og hópa til að sigrast á mótlæti. Við eflum líkamlegt úthald ef við æfum markvisst og á sama hátt eflum við andlegan styrk ef við þjálfum seigluvöðvann. Seigla snýst ekki endilega um að harka af sér með bros á vör í gegnum erfitt tímabil, heldur að viðurkenna erfiðleika en samt sem áður finna innri hvatningu, von og bjartsýni til að halda áfram. Hér finnur þú góð ráð og æfingar sem hjálpa þér að þjálfa seigluvöðvann og vera öðrum hvatning.

Efni á öðrum síðum

Mælaborð ferðaþjónustunnar

Tölulegar upplýsingar fyrir ferðaþjónustuna, svo sem greining á stöðu, talning, áætlanir, kannanir og niðurstöður rannsókna. Ferðamálastofa heldur úti upplýsingavefnum.

Samfélagsábyrgð

Fræðslupakki Festu er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref í loftslagsmálum. Hann inniheldur kennslumyndbönd og handbók.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband