Móttaka nýliða

Skýrt móttökuferli styttir aðlögunartíma starfsmannsins og virkjar hann til góðra verka fyrirtækinu til hagsbóta.

Móttökuferli í einföldum skrefum

Undirbúningur
Settu upp ferli sem tryggir að móttaka nýs starfsfólks og þjálfun þess fari fram með skipulögðum hætti. Upplýstu samstarfsfólk um komu nýja starfsmannsins áður en hann mætir, kynntu hlutverk hans á vinnustaðnum og brýndu fyrir starfsfólki að taka vel á móti honum.
1
Fyrsti dagurinn
Fáðu til liðs við þig einn eða fleiri úr hópi reyndari starfsmanna til að þjálfa nýja starfsmanninn en ekki síður til að tryggja að hann komist inn í starfsmannahópinn. Tilvalið er að velja til verksins þá sem eru jákvæðir, þekkja verkefnin og vinnustaðinn vel, eiga auðvelt með samskipti og hafa áhuga á að leiðbeina öðrum.
2
Nýliðaþjálfun fer fram
Tryggðu að nýi starfsmaðurinn fái viðeigandi fræðslu og þjálfun til að koma sér inn í starfið. Það eykur öryggistilfinningu nýs starfsmanns að hann fái heildaryfirlit yfir þá fræðslu sem hefur verið skipulögð fyrir hann og hvenær hún er áætluð. Starfmenntasjóðir veita niðurgreiðslu fyrir fræðslu í fyrirtækjum.
3
Eftirfylgni nýliðaþjálfunar
Taktu stöðuna nokkrum vikum eftir að starfsmaðurinn hóf störf. Fylgdu eftir helstu atriðum fræðsluefnis og hvernig hefur gengið. Sjáðu til þess að starfsmaðurinn fái þá þjálfun sem hann þarf.
4
Hlustun og endurgjöf
Veittu nýja starfsmanninum athygli, uppbyggilega endurgjöf og rými fyrir samtal eða regluleg starfsmannasamtöl í framhaldinu. Hvernig líður honum í starfi? Hvað finnst honum um verkefnin sín? Er hann með einhverjar spurningar?
5

Hafðu samband