Fræðsluaðilar

Hæfnisetrið kemur að markvissri fræðslu innan ferðaþjónustufyrirtækja í samstarfi við fræðsluaðila. Fræðsla í ferðaþjónustu er samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, fræðsluaðila og fyrirtækis. Verkefnið felur í sér greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækis, gerð fræðsluáætlunar, eftirfylgni og mat á árangri

Handbók og verkefni

Handbókinni er ætlað að auka sameiginlegan skilning Hæfniseturins, fræðsluaðila og fyrirtækis á verkefninu, tryggja gæði og gera gögn aðgengileg fyrir verkefnastjóra í verkefninu.

Verkfæri

Til að auðvelda fyrirtækjum að koma á fræðslu og meta árangurinn af henni þróar Hæfnisetrið ýmis verkfæri sem eru opin öllum til afnota.

Fjármögnun

Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Ýmsir valkostir eru í boði.
Play Video

Þjálfun í gestrisni

Þjálfun í gestrisni er efni ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Fræðsluefnið byggir á raundæmum. 

Hafðu samband