Námskeið, í samstarfi við SAF er hugsað fyrir þau sem vilja læra verðlagningu og tekjustýringu með sérstaka áherslu á hótel og gististaði. Þátttakendur munu öðlast skilning á því hvað drífur tekjuöflun og bókanir og hvernig hægt er að hámarka tekjur og draga úr áhættu í rekstri.