Fræðsla skilar öruggara og faglegra starfsfólki

Stofnendur fyrirtækisins þau Andrína Guðrún Erlingsdóttir og Benedikt Bragason hafa mikla reynslu af ferðalögum á fjöllum.  Undanfarin 20 ár hafa þau rekið ferðaþjónustu við Mýrdalsjökul og farið með ferðalanga upp á jökulinn og inn á hálendið á vélsleðum og jeppum. Hjá fyrirtækinu starfa um 25 manns og er skiptingin á milli íslenskra og erlendra starfsmanna nokkuð jöfn.

Mikil þekking hefur safnast saman í gegnum árin hjá starfsmönnum og höfum við verið að búa til fræðsluefni sem við notum í nýliðafræðslu sem byggir á fyrirlestrum og síðan verklegri þjálfun segir Tómas Magnússon einn af eigendum Arcanum.  Við skipuleggjum fræðslu eftir þörfum eins og  t.d. alltaf  þegar nýr starfsmaður kemur til starfa þá fer hann í gegnum nýliðaþjálfun sem felst i fræðslu um náttúruna, öryggi, ferðirnar, þjónustuna og viðhald og umgengni tækja og véla. Farið er vandlega yfir verklagsreglur  og verkferla.  Við byggjum þjálfuninn okkar út frá öryggisáætlununum.

Fræðsla og þjálfun hefur verið að skila okkur öruggara og faglegra starfsfólki, starfsfólk er fljótara að komast inn í starfið með góðri þjálfun. Námskeið Landsbjargar fyrsta hjálp í óbyggðum varð t.d. til þess að starfsfólki leið betur með  að hafa þessa þekkingu og varð faglegra í sínum störfum

Mikil keyrsla og vöxtur hefur verið í fyrirtækinu undanfarin ár. Við hefðum viljað hafa meiri tíma til að sinna fræðslumálum innan fyrirtækisins. Það  vantar formlega menntun í ferðaþjónustu segir Tómas. Ungt fólk þarf að sjá þennan starfsvettvang sem val sem framtíðarstarf.  Slíkt nám þarf að vera sniðið að þörfum þeirra sem eru starfandi í ferðaþjónustufyrirtækjum eins og bjóða  t.d. upp á  fjarnám með vinnu.

Við þurfum alla okkar fræðslu á ensku vegna þess að okkar gestir eru 99,9% erlendir ferðamenn og við þjónustum þau á ensku. Við viljum hafa alla okkar fræðslu á vinnustaðnum vegna þess að þá er hægt að miða við okkar aðstæður. Við þurfum sveigjanleika, hér er unnið á vöktum svo við þurfum að keyra hvert námskeið tvisvar. Við sækjumst t.d. eftir fræðslu um þjónustu, samskipti, leiðsögn, staðarþekkingu, öryggismál og fyrstu hjálp.

Hafðu samband