Fræðsla í ferðaþjónustu

Hæfnisetrið í samstarfi við fræðsluaðila kemur að markvissri fræðslu innan ferðaþjónustufyrirtækja. Fræðsla í ferðaþjónustu er samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, fræðsluaðila og fyrirtækis. Verkefnið felur í sér greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækis, gerð fræðsluáætlunar, eftirfylgni og mat á árangri.

„Ef ekki væri fyrir markvissa fræðslu, þá værum við hreinlega ekki samkeppnishæf“

Geir Kristinn Aðalsteinsson
Mannauðsstjóri hjá Höldi

Fræðsluferli og árangur fyrirtækis

Að undirbúningi fræðsluferlis koma fræðsluaðili, Hæfnisetrið og fyrirtæki, sem gera með sér þríhliða samstarfssamning. Fræðsluaðili sér um greiningu, áætlun og fræðslu í samvinnu við fyrirtækið. Árangur af starfinu er metinn reglulega í ferlinu. Ávinningur fyrirtækis getur orðið aukin arðsemi, minni starfsmannavelta, aukin starfsánægja, skilvirkari rekstur og aukin ánægja viðskiptavina.

Viltu taka þátt í því að styðja ferðaþjónustuna til aukinna gæða?

Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Hafðu samband