Diplómanám í viðburðastjórnun

Nám í viðburðastjórnun hefur það að markmiði að nemendur verði færari í að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburðum, frá upphafi til enda.

Kynningartækni

Sérsniðið námskeið í kynningatækni fyrir einstaklinga eða hópa. Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja auka við eða bæta hæfni sína í allri framkomu.

Topp símaþjónusta

Námskeiðið Topp símaþjónusta fjallar um hvernig á að veita afbragðsþjónustu í gegnum síma. Kennd eru m.a. gagnleg ráð til að stýra og stytta samtöl með markvissri spurningatækni. Farið er yfir tækni sem má nota í samskiptum við erfiða einstaklinga í síma.

Auglýsingakerfi Facebook og Instagram

Lærðu að ná meiri árangri með auglýsingum á Facebook og Instagram. Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita auglýsingakerfi Facebook og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum sem auglýsingakerfið býður uppá.

Stjórnun og skipulag

Að gera stjórnendur meðvitaðri um sitt skipulag og sína tímastjórnun og að sama skapi gera þá meðvitaðri um það hvernig þeir stýra sínu starfsfólki, með það fyrir augum að gera þá að öflugri stjórnendum.