Persónuvernd

Persónuvernd er mikilvægur þáttur sem fyrirtæki þurfa að að huga að í rekstri sínum. Stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um það hvernig reglur varðandi persónuvernd hafa áhrif á starfsumhverfi þeirra og hverju þarf að huga sérstaklega að í því sambandi.

Netöryggisnámskeið

Tölvuárásir eru að verða algengari á Íslandi. Netöryggi skiptir alla máli, bæði okkur sem einstaklinga og sem starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Snertifletir tölvuglæpa eru mun fleiri en flesta grunar og þess vegna þurfa fyrirtæki að setja netöryggi á dagskrá.

Líkamsbeiting við vinnu

Áhersla er lögð á að kenna góðar setstöður og líkamsbeitingu við standandi vinnu, mikilvægi þess að geta gert hvorutveggja í vinnutímanum og hvernig best er að hagræða vinnu til þess að svo megi verða.