Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?

Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnu á Hótel Borgarnesi þann 6. október kl. 13-16. Ráðstefnan ber yfirskriftina „VINNUVERND ALLA ÆVI  – Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?“ Á ráðstefnunni verður sjónum beint að mikilvægi vinnuverndar í ferðaþjónustu og áhrifum vinnuumhverfisins á starfsmenn. Fjölbreyttur hópur fyrirlesara mun taka þátt í ráðstefnunni og hvetjum við alla þá sem láta sig málefnið varða að skrá sig á viðburðinn á heimasíðu stofnunarinnar, www.vinnueftirlitid.is Aðgangur að ráðstefnunni er öllum opin án endurgjalds en skráning er skilyrði.

Hafðu samband