Fyrirtæki í ferðaþjónustu hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt við hátíðlega athöfn á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í gær. Höldur á Akureyri er Menntafyrirtæki ársins og Friðheimar í Bláskógabyggð er Menntasproti ársins. Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála. Höldur og Friðheimar hafa tekið þátt í tilraunaverkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu […]

Íslensk ferðaþjónusta keppi í gæðum

Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í gær sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), að mikilvægt væri að fyrirtæki fjárfestu í hæfni starfsmanna og þar með meiri fagmennsku. Þetta er stóri möguleikinn okkar til þess að bæta samkepnishæfni ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er að bæta gæðin, bæta hæfni starfsfólksins og […]

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er kominn út

Til að efla góða samvinnu og sameiginlegan skilning starfsfólks í ferðaþjónustu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tekið saman lista yfir algeng orð sem notuð eru í greininni. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku og eru aðgengilegir á prentuðum veggspjöldum og á heimasíðu Hæfnisetursins. Þar má jafnframt heyra framburð orðanna á íslensku og senda inn […]

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar – BEIN ÚTSENDING

Bein útsending verður frá fyrsta fundinum í fundarröðinni Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar sem fram fer fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Hér er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum: Útsending hefst kl. 8.30, fimmtudaginn 31. janúar 2019. MENNTAMORGUNN – BEIN ÚTSENDING

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar – Okkar bestu hliðar

Fyrsti fundurinn verður fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30 – 10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Dagskrá: Verkfærakista Hæfniseturs ferðaþjónustunnar  – Hildur Hrönn Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Kynning á fagorðasafni ferðaþjónustunnar – María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF Hvernig gengur með íslenskuna? – Stefán Karl Snorrason, starfsþróunar- og gæðastjóri hjá Íslandshótelum og Marina Isabel Pimenta de Quintanilha […]

Höldur semur við Hæfnisetrið um notkun á Veistu hugbúnaðinum

Höldur hefur samið við Hæfnisetrið um að taka til notkunar Veistu smáforritið. Veistu smáforritið gefur möguleika á að útbúa skemtilega spurningaleiki sem styðja við fræðslu. Spurningaleikjunum er deilt með starfsfólki sem getur svarað þeim í snjalltækjum. Hæfnisetrið hefur þróað grunnsöfn spurninga sem fyrirtæki geta fengið aðgang að. Nánar um Veistu má finna hér

Mannamót 2019 í Kórnum í Kópavogi

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp vinnufundinn Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á […]

Jólakveðja

Aukin hæfni í ferðaþjónustu – betri upplifun gesta

Adventure Hótel Geirland, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands hafa gert með sér samning um fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk hótelsins. Verkefnið fer af stað í janúar 2019. Adventure Hótel Geirland er 40 herbergja sveitahótel, með veitingahúsi, um 2 km frá Kirkjubæjarklaustri.  Hótelið er vel staðsett á suðurlandi nálægt mörgum af helstu perlum suðurlands t.d.  Mýrdalsjökli, […]

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019 – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu fimmtudaginn 14. febrúar 2019. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 18. desember nk.   Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019 – óskað eftir tilnefningum