Ævintýraferðaþjónusta á Hornafirði – nýsköpun og menntun

Háskólasetrið og FAS eru í forsvari fyrir tveimur fjölþjólegum verkefnum sem snúast um þróun, nýsköpun og menntun í ævintýraþjónustu. Verkefnin nefnast SAINT – Slow Adventure in Northern Territories, styrkt af Norðurslóaðáætlun Evrópusambandsins og ADVENT – Adventure Tourism in Vocational Education and Training, styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins (Erasmus +)

Í dag 14. mars var haldin ráðstefna þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar FAS og Rannsóknasetursins í SAINT og ADVENT héldu sameiginlega ráðstefnu á Höfn. Fulltrúar frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar tóku þátt í ráðstefnunni.

SAINT er samstarfsverkefni fjölmargra aðila (háskóla, stofnana, markaðsstofa og ferðaþjónustufyrirtækja) í sjö löndum: Skotlandi, Írlandi, Norður Írlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Meginmarkmiðið SAINT er að vinna með fyrirtækjum í afþreyingarferðaþjónustu að vöruþróun og markaðssetningu.

Íslenski hluti verkefnisins er unnin í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð ferðamála en með aðaláherslu á ferðaþjónustuaðila á Hornafirði.

ADVENT er samstarfsverkefni framhalds- og háskóla, rannsóknarstofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu í Finnlandi, Skotlandi og á Íslandi. Megin markmið þess er að virkja á markvissan hátt þann mannauð, þekkingu og reynslu sem afþreyingarferðaþjónusta býr yfir til eflingar fyrirtækjanna og samfélagsins í heild.

 

 

Hafðu samband