Ferðaþjónustufyrirtækjum stendur nú til boða aðgangur að stafrænu vinnusvæði sem einfaldar stjórnendum að skrifa starfsmannahandbók fyrir sitt fyrirtæki aðlagað að eigin rekstri.
Sniðmátið sem er bæði á íslensku og ensku inniheldur bestu starfsvenjur, lög og reglur og er unnið af sérfræðingum í samvinnu við atvinnugreinina.
Ávinningur af því að að nýta sniðmátið er að ferðaþjónustufyrirtæki tryggja að þau séu vel undirbúin til að veita framúrskarandi þjónustu og viðhalda fagmennsku í öllum þáttum starfsemi sinnar.
Stafrænt vinnusvæði er aðgengilegt öllum að kostnaðarlausu.