Ferðamennska morgundagsins: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 14. des.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar mánudaginn 14. desember nk. Yfirskrift fundarins er Ferðamennska morgundagsins með vísan í nýja skýrslu World Travel & Tourism Council (WTTC), To Recovery & Beyond: The Future of Travel & Tourism in the Wake of COVID-19. Skýrslan byggir á viðtölum við stjórnendur í ferðaþjónustu og kynnir þá strauma sem eru að endurmóta geirann og hvaða áhrif þeir hafa á helstu hagsmunaaðila. En hvernig horfir þetta við okkur hér á Íslandi? Hvernig geta stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja undirbúið sig fyrir komandi tíma nú þegar bóluefni er í augsýn?

Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, kynnir vísbendingar um breytingar á ferðatilhögun og hegðun ferðamanna í kjölfar Covid-19. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja taka þátt í pallborðsumræðu um breytingar og tækifæri fyrir ferðaþjónustuna í kjölfar heimsfaraldursins ásamt því að skoða hvernig hægt er að undirbúa fyrirtæki og starfsfólk fyrir komandi tíma.

Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.   

DAGSKRÁ

9.00 Velkomin

Haukur Harðarson, verkefnastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

9.05 Ferðamennska morgundagsins

Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands

9.25 Pallborð

– Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor                          

– Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður mannauðs og menningar Icelandair hótela       

– Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima

– Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámsseturs

Skráning hér

Lesa útdrátt úr skýrslu.

Hafðu samband