Hvers konar samtal vill ferðaþjónustan eiga við viðskiptavini sína?

Samkvæmt könnun Ferðamálastofu fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum að sumri umtalsvert á milli ára 2019-2020 eða um 68,8%. Um sjö af hverjum tíu gistinóttum sumarið 2020 voru gistinætur Íslendinga og hafa þær ekki áður mælst svo margar (Ferðaþjónustan í tölum, sumar 2020 – samantekt).

En hver er ferðahegðun Íslendinga og hvaða augum líta þeir á ferðaþjónustuna til framtíðar?

Í nýju myndbandi frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar tjá þrír Íslendingar sig um efnið. Þeir líta svo á að nú sé tækifæri til að skoða hvers konar samtal ferðaþjónustan vilji eiga við viðskiptavini sína og mikilvægt sé að hún tengi við óskir og þarfir Íslendinga.

Horfa á myndband

Hafðu samband