Góð ráð til starfsfólks í ferðaþjónustu á tímum heimsfaraldurs

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar og skrifstofufólks, Starfsafl og Landsmennt gefið út góð ráð til starfsfólks í ferðaþjónustu á tímum Covid-19 faraldursins. Efnið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis.

Annars vegar er um að ræða leiðbeiningar um hvernig forðast megi smit og hins vegar leiðbeiningar um hvernig bera skuli sig að ef grunur vaknar um veikindi viðskiptavina.

Efnið er aðgengilegt  á heimasíðu Hæfnisetursins á íslensku, ensku og pólsku. Á sama stað má jafnframt finna leiðbeiningar til fyrirtækja í ferðaþjónustu á tímum Covid-19.

Smelltu hér til að nálgast leiðbeiningar og myndbönd með góðum ráðum

Hafðu samband