Hæfnisetrið og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes skrifa undir samning um notkun á Veistu smáforritinu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hafa skrifað undir samning um notkun á Veistu smáforritinu.

Veistu er auðveld og áhugaverð leið til að miðla fræðslu til starfsfólks. Stjórnendur geta búið til spurningaleiki í gegnum aðgengilegt vefviðmót og deilt þeim til starfsfólks sem svarar þeim í snjalltækjum. Stefna hugbúnaðarhús hannar smáforritið en Hæfnisetrið þróar grunnsöfn spurninga sem fyrirtæki og samstarfsaðilar Hæfnisetursins geta fengið aðgang að.

Á mynd: Haukur Harðarson, verkefnastjóri Hæfnisetursins, og Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, við undirritun samningsins.

Hafðu samband