Ferðaþjónustan sýni samfélagslega ábyrgð

Það er mikilvægt að vanda til verka í ferðaþjónustunni, eins og kom svo skýrt fram í erindum þeirra sem töluðu á viðburðinum sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í vikunni. Við þurfum gæði og gott starfsfólk og við þurfum að gera starfsfólki kleift að auka hæfni sína. Þá er ekki hægt að líta framhjá […]

Fagorðalistar ferðaþjónustunnar í Fréttablaðinu í dag

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og FA, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra SAF fjalla um fagorðalista ferðaþjónustunnar og mikilvægi góðra samskipta í ferðaþjónustufyrirtækjum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir meðal annars: „Erlendir starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu skipta þúsundum. Áætlað er að um fjórðungur þeirra tæplegu 30.000 starfsmanna sem starfa við greinina […]

„Gott starfsfólk er lykilatriði fyrir rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og góða upplifun ferðamanna“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gerðu samspil atvinnulífs og menntamála að umfjöllunarefni á viðburði sem fram fór í dag á Grand hóteli Reykjavík. Það voru Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF sem boðuðu til viðburðarins til að kynna fagorðalista ferðaþjónustunnar sem miðar að aukinni fræðslu til erlends starfsfólks um íslenskt mál. […]

Ferðamálaráðherra og menntamálaráðherra koma saman með ferðaþjónustunni

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gera samspil atvinnulífs og menntamála að umfjöllunarefni á viðburði sem fram fer á morgun, þriðjudaginn 19. mars kl. 14.45 á Grand hóteli Reykjavík, Hvammi. Það eru Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF sem boða til viðburðarins. Ferðamálaráðherra setti Hæfnisetur ferðaþjónustunnar á fót árið 2017 en það er samstarfsverkefni […]

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar 2018 er komin út

Árið 2018 vann Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hörðum höndum að því að aðstoða og koma á tengslum fræðsluaðila og fyrirtækja. Á árinu var samið við um 70 fyrirtæki í ferðaþjónustu með tæplega 2.000 starfsmenn. Tengt því verkefni er þróun starfsfólks Hæfnisetursins á rafrænum tækjum til að nota í fræðslu, meðal annars með vinnslu fagorðalista, þjálfunarefnis og smáforrita. […]

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tekur þátt í aðalfundi SAF

Aðalfundur SAF fer fram á Húsavík í dag og af því tilefni er ársskýrsla samtakanna 2018-2019 komin út. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er á staðnum og kynnir starfsemina fyrir gestum aðalfundarins. Heppnir gestir sem heimsækja kynningarbás Hæfnisetursins geta nælt sér í vinning. Við óskum SAF til hamingju með glæsilega ársskýrslu. Hér má nálgast ársskýrslu SAF  

„Er hægt að hafa það betra?“

 Góður rómur var gerður að erindum fyrirlesara Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á Akureyri í gær sagði Sigrún Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Höldi, frá góðu samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SÍMEY en Höldur tekur þátt í tilraunaverkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu. Sigrún sagði kostina við samstarfið vera þá að hún fengi með því sérþekkingu, aðra sýn, […]

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar gera með sér samstarfssamning

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hafa undirritað samstarfssamning um heimsóknir og fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Er Símenntunarmiðstöðin þar með komin í hóp átta fræðsluaðila sem vinna með Hæfnisetrinu að því að auka hæfni starfsfólks ferðaþjónustunnar. Við bjóðum Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi velkomna til samstarfs. Ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu er bent á […]

Hafðu samband