Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tók þátt í samhristingi Ferðamálasamtaka Snæfellsness

Samhristingur Ferðamálasamtaka Snæfellsness var haldinn á Arnarstapa þriðjudaginn 6. mars s.l. Þeir sem gátu gefið sér tíma fyrir sögufylgd gengu frá bílastæðinu við höfnina, að útsýnispalli sem þar hefur verið komið fyrir, og eftir ströndinni (sem hefur verið friðland frá 1977), að styttunni af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson, fram hjá Eystrigjá, Miðgjá og Músagjá, […]

Friðheimar í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunetið á Suðurlandi

Fræðslunetið á Suðurlandi og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa gert samning við Friðheima um greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækinu. Verkefnið er annað tilraunaverkefni sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stendur að og fer af stað á Suðurlandi. Fræðslunetið sér um framkvæmdina og er greiningin kostuð af starfsmenntasjóðum. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring og fá gestir innsýn í ræktunina með […]

Ferðaþjónustudagurinn 2018

ÁVÖRP Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar 2014 – 2018 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra Efnahagsleg fótspor ferðamanna Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins Sjálfbær ferðaþjónusta – leiðin til framtíðar Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, stofnandi og eigandi Andrýmis ráðgjafar Fólkið og ferðaþjónustan Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu FÓTSPOR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Spjallborð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, […]

Ævintýraferðaþjónusta á Hornafirði – nýsköpun og menntun

Háskólasetrið og FAS eru í forsvari fyrir tveimur fjölþjólegum verkefnum sem snúast um þróun, nýsköpun og menntun í ævintýraþjónustu. Verkefnin nefnast SAINT – Slow Adventure in Northern Territories, styrkt af Norðurslóaðáætlun Evrópusambandsins og ADVENT – Adventure Tourism in Vocational Education and Training, styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins (Erasmus +) Í dag 14. mars var haldin ráðstefna […]

Flúðasveppir – Farmes bistro fyrstir á Suðurlandi til að skrifa undir samning um tilraunaverkefni

Flúðasveppir – Farmers bistro er fyrsta fyrirtækið í ferðaþjónustu á Suðurlandi til að taka þátt í verkefni á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um markvissa hæfniuppbyggingu starfsmanna. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vinnur, á forsendum ferðaþjónustunnar, að því að auka hæfni starfsfólks og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar. Til þess að ná þessu markmiði hóf Hæfnisetrið […]