8 góð ráð fyrir stjórnendur sem velja stafræna fræðslu fyrir starfsfólk sitt
Verkfæri

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar
Um er að ræða orðasafn algengra orða og frasa sem notaðir eru í ferðaþjónustunni og geta auðveldað samskipti á vinnustað. Hægt er að velja orðalista fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, skoðunarferðir og akstur, afþreyingu og þjónustu í sal. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum en hlusta má á framburð orðanna á íslensku.

Fiskabúrið
Um er að ræða orðasafn algengra orða og frasa sem notaðir eru í ferðaþjónustunni og geta auðveldað samskipti á vinnustað. Hægt er að velja orðalista fyrir móttöku, þrif og umgengni, eldhús, skoðunarferðir og akstur, afþreyingu og þjónustu í sal. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum en hlusta má á framburð orðanna á íslensku.

Þjálfun í gestrisni
Fræðsluefnið byggir á raundæmum sem eru fjölbreyttar sögur af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Sögurnar eru ætlaðar til þjálfunar og fræðslu á vinnustað og geta auðveldað starfsfólki að setja sig í spor viðskiptavina.

Veistu smáforrit
Veistu appið er auðveld og áhugaverð leið til að miðla fræðslu til starfsfólks. Stjórnendur geta búið til spurningaleiki í gegnum aðgengilegt vefviðmót, deilt þeim til starfsfólks sem svarar þeim í snjalltækjum. Stefna hugbúnaðarhús hannar smáforritið.

Þarfagreining fræðslu
Markmið þessarar könnunar er að meta þörf starfsmanna fyrir fræðslu og þjálfun. Hvaða fræðslu eða þjálfun þarft þú til að verða enn betri starfsmaður? Könnunin er aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku.