Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er sérfræðisetur sem aðstoðar fræðsluaðila og fyrirtæki við að koma á fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum ferðaþjónustunnar. Hæfnisetrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar verkefnið.

Megináherslur í starfi

Starf Hæfnisetursins er unnið á forsendum ferðaþjónustunnar, því er samtal og samráð við atvinnulífið, ferðaþjónustufyrirtækin, fræðsluaðila, stjórnvöld og opinbera aðila afar mikilvægt.

Skipta má starfsemi Hæfnisetursins í tvö verkefnasvið sem hafa það sameiginlega markmið að auka framleiðni og gæði í ferðaþjónustu, sem og starfsánægju og fagmennsku starfsfólks, einkum framlínustarfsmanna og millistjórnenda.

Í fyrsta lagi er um að ræða tilraunaverkefni undir yfirskriftinni Fræðsla í ferðaþjónustu sem miðar að því að gefa fyrirtækjum kost á því að fjárfesta í hæfni starfsfólks með markvissri fræðslu. Tilraunaverkefnið er unnið í samstarfi við fræðsluaðila víða um land sem aftur eru í samstarfi við fyrirtæki og hagaðila á hverju svæði.

Í öðru lagi hefur Hæfnisetrinu verið falið af aðilum vinnumarkaðarins að koma með tillögur að stefnu fyrir formlegt nám í ferðaþjónustu. Það verkefni er unnið í samstarfi við yfirvöld, skóla, aðila atvinnulífsins og fyrirtækja.

Hlutverk

 • Að starfa á forsendum ferðaþjónustunnar til að auka hæfni starfsfólks og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar.
 • Að greina fræðsluþarfir, móta leiðir, auka samvinnu um fræðslu og koma henni á framfæri til fræðsluaðila og fyrirtækja.
 • Að fá fræðsluaðila til að standa fyrir mælanlegri og árangursmiðaðri fræðslu í samræmi við þarfir greinarinnar.

Framtíðarsýn

 • Uppbygging hæfni innan ferðaþjónustu er á forsendum og í takti við þarfir og þróun greinarinnar og samfélagsins.
 • Ferðaþjónustan er eftirsóknarverður starfsvettvangur með miklum möguleikum til að þróast í starfi.
 • Ferðaþjónustan hefur á að skipa framúrskarandi hæfu starfsfólki.
Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.

Samstarfsaðilar

Fjölbreyttur hópur hagaðila og samstarfsaðila kemur að starfi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, auk þess sem Hæfnisetrið er í samstarfi við fræðsluaðila víða um land í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu.

Fræðsluaðilar

 • Framvegis – miðstöð símenntunar
 • Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi
 • Gerum betur – höfuðborgarsvæðið og Suðurland
 • Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
 • Mímir símenntun – höfuðborgarsvæðið
 • Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi
 • SÍMEY – Símenntunamiðstöð Eyjafjarðar
 • Þekkingarnet Þingeyinga
 •  RM Ráðgjöf

Aðrir samstarfsaðilar

 • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
 • Austurbrú
 • Endurmenntunarstofnun HÍ
 • Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
 • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
 • Fræðslumiðstöð Vestfjarða
 • IÐAN fræðslusetur
 • Mennta-og menningarmálaráðuneytið
 • Samtök ferðaþjónustunnar
 • Símennt HR – Opni háskólinn
 • Símenntun Háskólans á Bifröst
 • Símenntun Háskólans á Akureyri
 • Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja
 • Vakinn – gæðakerfi ferðaþjónustunnar
 • Kompás – verkfærakista í mannauðsstjórnun

Fagmennska

Samvinna

Tengsl

Hafðu samband