Um okkur

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni til að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar.

Hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er:

  • að starfa á forsendum ferðaþjónustunnar til að auka hæfni starfsfólks og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar
  • að greina fræðsluþarfir, móta leiðir, auka samvinnu um fræðslu og koma henni á framfæri til fræðsluaðila og fyrirtækja
  • að fá fræðsluaðila til að standa fyrir mælanlegri og árangursmiðaðri fræðslu í samræmi við þarfir greinarinnar

Skilaboðin frá erlendum ferðamönnum eru skýr, það þarf að bæta gæði í íslenskri ferðaþjónustu. Ein mikilvægasta leiðin til þess er að auka hæfni starfsfólks í greininni.

Framtíðarsýn Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er:

  • Uppbygging hæfni innan ferðaþjónustu er á forsendum og í takt við þarfir og þróun greinarinnar og samfélagsins.
  • Ferðaþjónustan er eftirsóknarverður starfsvettvangur með miklum möguleikum til að þróast í starfi.
  • Ferðaþjónustan hefur á að skipa framúrskarandi hæfi starfsfólki.

Gildi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar eru:

Fagmennska – Samvinna – Tengsl

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar árið 2017

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar árið 2018

Verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í stýrihóp verkefnisins eru eftirfarandi:

Formaður:

María Guðmundsdóttir frá SAF – Samtökum ferðaþjónustunnar

Meðstjórnendur:

Anna Katrín Einarsdóttir frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti

Ólafur Grétar Kirstjánsson frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti

Fjóla Jónsdóttir frá ASÍ – Alþýðusamband Íslands

Elías Bj. Gíslason frá Ferðamálastofu

Unnið er að tengingum við ýmsa fræðsluaðila auk aðila vinnumarkaðarins sem eiga Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Auk símenntunarmiðstöðvanna um allt land má nefna ýmsa fræðsluaðila í einkaeigu og formlega skólakerfið. Fyrirtæki eiga kost á styrkjum starfsmenntasjóða atvinnulífsins til að standa straum af hluta kostnaðar vegna fræðslu. Ýmsir valkostir eru í boði og má nánar lesa um þá á Áttin.is

Hér að neðan er listi yfir nokkra samstarfsaðila en listinn er ekki tæmandi. Hann verður uppfærður reglulega.

Starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Haukur Harðarson, verkefnastjóri

haukur@frae.is

S: 599 1408

Hildur Betty Kristjánsdóttir, sérfræðingur

betty@frae.is

S: 599 1419

Hildur Hrönn Oddsdóttir, sérfræðingur

hildur@frae.is

S: 599 1418

Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur

jonavalborg@frae.is

S: 599 1414

Valdís A. Steingrímsdóttir, sérfræðingur

valdis@frae.is

S: 599 1416

Sigrún Kristín Magnúsdóttir, sérfræðingur

sigrunkri@frae.is

S: 599 1407