Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar Hæfnisetursins eru og verða fjölmargir. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, sem vistar verkefnið, hefur unnið náið með símenntunarmiðstöðvum um allt land frá stofnun árið 2003.

Verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í stýrihóp verkefnisins eru fulltrúar frá:

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

SAF – Samtök ferðaþjónustunnar

ASÍ – Alþýðusamband Íslands

Stjórnstöð ferðamála

Ferðamálastofa

Unnið er að tengingum við ýmsa fræðsluaðila auk aðila vinnumarkaðarins sem eiga Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Auk símenntunarmiðstöðvanna um allt land má nefna ýmsa fræðsluaðila í einkaeigu og formlega skólakerfið.

Hér að neðan er listi yfir nokkra samstarfsaðila en listinn er ekki tæmandi. Hann verður uppfærður reglulega.

Fyrirtæki eiga kost á styrkjum starfsmenntasjóða atvinnulífsins til að standa straum af hluta kostnaðar vegna fræðslu. Ýmsir valkostir eru í boði og má nánar lesa um þá á Áttin.is