Menntadagur atvinnulífsins: Hvað verður starf þitt?

Menntadagur atvinnulífsins 2018 verður haldinn í Hörpu – Silfurbergi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30-12. Hvað verður um starfið þitt? er yfirskrift dagsins.

Dagurinn er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fimmta skiptið en Alcoa Fjarðaál og Keilir hlutu verðlaunin 2017.

DAGSKRÁ

8.30    Setning. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA.
Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir.
Færni er framtíðin: Hvað átt þú eftir að læra? Lilja Dögg Jónsdóttir, starfsmannastjóri   Burning Glass Technologie.
Hvað geta fyrirtæki gert? Jón Björnsson, forstjóri Festi
Amma, hvað er stundaskrá? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, ráðgjafi hjá Tröppu

Hugvekjur
Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og eigandi GeoSilica Iceland
Marinó Páll Valdimarsson, teymisstjóri IoT og gervigreindar hjá Marel

10.00  Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi. Óskir um sýningarpláss sendist á sa@sa.is.

10.30  Málstofur
A) Hvað verður um byggðirnar?
B) Tæknileg áhrif
C) Framlínan – tækni, hæfni og þjónusta

12.00 Málstofum lýkur

Allir velkomnir ekkert þátttökugjald.

Sjá nánar hér

Skráning á vef SA: www.sa.is

Hafðu samband