Leiðsögunám hjá Símenntun Háskólans á Akureyri – veturinn 2018-19

Leiðsögumenn hafa fjölbreytta starfsmöguleika enda er námið fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Inntökuskilyrði námsins er 21 árs aldurstakmark, stúdentspróf eða sambærilegt nám og þurfa nemendur að standast munnlegt inntökupróf á því tungumáli sem þeir hyggjast leiðsegja á. Inntökupróf verða þriðjudaginn 29. maí milli 16 og 19.

Frekari upplýsingar um námið: simenntunha.is, í síma 460 8091 eða með því að senda póst á simenntunha@simenntunha.is

Hafðu samband