Kynningarfundur hjá SÍMEY á Akureyri

Þann 14. nóvember sl. var efnt til morgunverðarfundar í húsakynnum SÍMEY á Akureyri  til kynningar á Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og möguleikum til fræðslu starfsmanna í ferðaþjónustu.

Á fundinn mættu 45 fulltrúar frá 20 fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í ferðaþjónustu eða tengjast greininni. Í framhaldi af morgunverðarfundinum funduðu fulltrúi SÍMEY með Hildi Bettý Kristjánsdóttur starfsmanni FA og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarstofu, Ferðamálastofu og Einingar-Iðju um næstu skref í verkefninu. Gert er ráð fyrir að þessir samstarfsaðilar hittist aftur í janúar og stilli áfram saman strengi.

Á kynningarfundinum kom fram áhugi nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja á fræðslu og er gert ráð fyrir að eftir áramót verði þau fyrirtæki heimsótt og þeim kynntir möguleikar í fræðslu og fjármögnun hennar.

Mögulega hentar einhverjum fyrirtækjum að fara inn í verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ sem gengur út á að ráðgjafi greini þarfir viðkomandi fyrirtækis og í framhaldinu yrði síðan unnin markviss símenntunar- og fræðsluáætlun fyrir fyrirtækið. Einnig er mögulegt klasasamstarf fyrirtækja í sama geira ferðaþjónustunnar um ákveðna fræðslu.

Hafðu samband