Friðheimar taka þátt í tilraunaverkefni um fræðslu og þjálfun

Friðheimar er fjölskyldu rekið fyrirtæki í Bláskógabyggð en 1995 keyptu þau Knútur og Helena Friðheima, ákveðin í að flétta saman þær starfsgreinar sem þau höfðu menntað sig í; hestamennsku og garðyrkju. Þau eiga fimm börn sem öll taka virkan þátt í búskapnum. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring. Gestir fá innsýn í ræktunina með stuttum og fræðandi fyrirlestri.  Fjölskyldan tekur líka á móti gestum, sýnir þeim hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig – og gefur þeim að smakka á afurðunum. Í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt og ferðamönnum boðið upp á hestasýningu á fjórtán tungumálum. Friðheimar hafa hlotið margar viðurkenningar frá árinu 2009 og nú síðast  fengu þau nýsköpunarverðlaun SAF. Friðheimum bjóða upp á umhverfis- og félagslega ábyrga þjónustu fyrir gesti.

Gestir sem hafa heimótt Friðheima á þessu ári er um 160.000. Starfsmenn í heilársstarfi eru 40 talsins og bætast síðan við um 10 manns yfir sumarmánuðina auk þessa einvalaliðs starfsfólks eru 600 býflugur, að störfum daglega í Friðheimum.  Við erum með starfsfólk frá mörgum þjóðernum og það er mikil verðmæti í því seigir Knútur en þau tóku þá ákvörðun á degi íslenskrar tungu að bjóða öllu erlenda starfsfólkinu sínu upp á frítt íslenskunám.

Það er lagt mikið upp út vandaðri nýliðaþjálfun og allir starfsmenn fá fræðslu við hæfi t.d. þá fá allir gestir okkar borðakynningu er varðar ræktun og sérstöðu í íslenskri ræktun sem okkar starfsfólk er þjálfað til að veita. Þjálfunarferlið er nokkuð langt þar til starfsmaðurinn er fær um að svara því sem við viljum að þeir geti frætt gestina um. Þjálfun og fræðsla er mikilvæg í okkar gæðakerfi vegna þess að við erum að uppfræða gestina okkar. Allir starfsmenn fá jafnframt fræðslu um nánasta umhverfi til að geta svarað spurningum gesta.

Það er til góð og vönduð starfsmannahandbók. Við notum starfsmannafundin til að koma á framfæri fræðslu og árlega fundum við með öllu starfsfólki til að komast að því hvað við getum gert betur og hvar við getum bætt okkar þjónustu við gestina. Á þessum fundum fáum við líka hugmyndir frá starfsfólkinu okkar um ýmislegt sem betur má fara segir Knútur.

Friðheimar ætla að taka þátt í tilraunaverkefni með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Fræðslunets Suðurlands sem byggir á þjálfun og fræðslu sem er sérsniðin að þeirra þörfum.  Við höfum metnað og vilja til að gera betur, tímasetningin er góð núna og gott er að fá utanaðkomandi og faglega aðstoð segir Knútur að lokum.

Hafðu samband