Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er kominn út

Til að efla góða samvinnu og sameiginlegan skilning starfsfólks í ferðaþjónustu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tekið saman lista yfir algeng orð sem notuð eru í greininni. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku og eru aðgengilegir á prentuðum veggspjöldum og á heimasíðu Hæfnisetursins. Þar má jafnframt heyra framburð orðanna á íslensku og senda inn tillögur að fleiri orðum. Fagorðalistinn var unninn í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og starfsgreinaráð matvæla-, veitinga- og þjónustugreina.

Fagorðalistinn var fyrst kynntur á Menntamorgni ferðaþjónustunnar 31. janúar. María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, sagði af því tilefni að fyrirmyndin væri sótt til Danmerkur og verkefnið ætti sér allnokkurn aðdraganda. Hún sagði vonir standa til þess að fagorðalistarnir geti gagnast fyrirtækjum og auðveldað samskipti á vinnustað.

Nálgast má veggspjöldin á skrifstofu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar í Skipholti eða á skrifstofu SAF. Fyrirtæki á landsbyggðinni geta pantað veggspjöld hér

Hafðu samband