Er starfsfólkið þitt framúrskarandi gestrisið?

Þjálfun í gestrisni er efni sem er aðgengilegt frítt á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar HÉR

Efnið er á íslensku, ensku og pólsku

Efnið er ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Starfsmaður í fyrirtækinu getur haldið utan um þjálfunina í samstarfi við vinnuveitanda eða fengið utanaðkomandi fræðsluaðila í verkið.

Efnið byggir á stuttum fjölbreyttum sögum, af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Tilvalið að nota t.d. eina til tvær sögur á starfsmannafundum.

Þjálfunarefnið miðast við fjóra starfaflokka sem eru:

* Móttaka og aðbúnaður

* Veitingar

* Þrif og umgengni

* Bílaleiga

Hafðu samband