Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar gera með sér samstarfssamning

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hafa undirritað samstarfssamning um heimsóknir og fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Er Símenntunarmiðstöðin þar með komin í hóp átta fræðsluaðila sem vinna með Hæfnisetrinu að því að auka hæfni starfsfólks ferðaþjónustunnar. Við bjóðum Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi velkomna til samstarfs. Ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu er bent á […]

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar haldinn á Akureyri – skráning

Næsti fundur í fundaröðinni Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar verður haldinn á Akureyri miðvikudaginn 13. mars kl. 8.30 – 10.30 í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4. Fundarstjóri er Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Dagskrá: Virðisauki þekkingar Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu Verkfærakista Hæfniseturs ferðaþjónustunnar Hildur Betty Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Kynning á fagorðasafni ferðaþjónustunnar María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF Kynning á Veistu Appinu […]

Þekkingarnet Þingeyinga og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar gera með sér samstarfssamning

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og Þekkingarnet Þingeyinga hafa undirritað samstarfssamning um heimsóknir og fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga er Þingeyjarsýslur, frá Vaðlaheiði að Langanesi. Þar er að finna fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki, til dæmis á Húsavík og í Mývatnssveit en einnig víða annars staðar. Ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu er bent á að hafa […]

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt við hátíðlega athöfn á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í gær. Höldur á Akureyri er Menntafyrirtæki ársins og Friðheimar í Bláskógabyggð er Menntasproti ársins. Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála. Höldur og Friðheimar hafa tekið þátt í tilraunaverkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu […]

Íslensk ferðaþjónusta keppi í gæðum

Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í gær sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), að mikilvægt væri að fyrirtæki fjárfestu í hæfni starfsmanna og þar með meiri fagmennsku. Þetta er stóri möguleikinn okkar til þess að bæta samkepnishæfni ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er að bæta gæðin, bæta hæfni starfsfólksins og […]

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er kominn út

Til að efla góða samvinnu og sameiginlegan skilning starfsfólks í ferðaþjónustu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tekið saman lista yfir algeng orð sem notuð eru í greininni. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku og eru aðgengilegir á prentuðum veggspjöldum og á heimasíðu Hæfnisetursins. Þar má jafnframt heyra framburð orðanna á íslensku og senda inn […]

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar – BEIN ÚTSENDING

Bein útsending verður frá fyrsta fundinum í fundarröðinni Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar sem fram fer fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Hér er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum: Útsending hefst kl. 8.30, fimmtudaginn 31. janúar 2019. MENNTAMORGUNN – BEIN ÚTSENDING

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar – Okkar bestu hliðar

Fyrsti fundurinn verður fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30 – 10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Dagskrá: Verkfærakista Hæfniseturs ferðaþjónustunnar  – Hildur Hrönn Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Kynning á fagorðasafni ferðaþjónustunnar – María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF Hvernig gengur með íslenskuna? – Stefán Karl Snorrason, starfsþróunar- og gæðastjóri hjá Íslandshótelum og Marina Isabel Pimenta de Quintanilha […]

Höldur semur við Hæfnisetrið um notkun á Veistu hugbúnaðinum

Höldur hefur samið við Hæfnisetrið um að taka til notkunar Veistu smáforritið. Veistu smáforritið gefur möguleika á að útbúa skemtilega spurningaleiki sem styðja við fræðslu. Spurningaleikjunum er deilt með starfsfólki sem getur svarað þeim í snjalltækjum. Hæfnisetrið hefur þróað grunnsöfn spurninga sem fyrirtæki geta fengið aðgang að. Nánar um Veistu má finna hér