Entries by Valdís Steingrímsdóttir

Þjálfun skilar sér í hæfara starfsfólki

Hótel Selfoss er staðsett á bökkum Ölfusár, miðsvæðis á Selfossi. Á hótelinu hefur þjálfun starfsmanna ekki verið í reglulegum farvegi en til stendur að fara í þarfagreiningu til að kortleggja þá fræðslu sem þörf er á og í framhaldinu að taka þjálfunarmál fastari tökum. Á veitingarstaðnum Riverside sem er á hótelinu hefur hins vegar verið […]

Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?

Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnu á Hótel Borgarnesi þann 6. október kl. 13-16. Ráðstefnan ber yfirskriftina „VINNUVERND ALLA ÆVI  – Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?“ Á ráðstefnunni verður sjónum beint að mikilvægi vinnuverndar í ferðaþjónustu og áhrifum vinnuumhverfisins á starfsmenn. Fjölbreyttur hópur fyrirlesara mun taka þátt í ráðstefnunni og hvetjum við alla þá sem láta […]

Samningur um tilraunaverkefni í ferðaþjónustu undirritaður

Fummtudaginn 21. september var undirritaður samstarfssamningur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) við fjórar símenntunarmiðstöðvar um tilraunaverkefni um fræðslu starfsmanna í ferðaþjónustu. Framkvæmd samningsins verður í höndum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar sem FA vistar. Tilraunaverkefnið miðar að því að ná til fyrirtækja í ferðaþjónustu með fræðslu og þjálfun af ýmsu tagi. Hæfnisetrið mun sjá um útvegun nýrra og endurbættra verkfæra […]

Fræðsla skilar öruggara og faglegra starfsfólki

Stofnendur fyrirtækisins þau Andrína Guðrún Erlingsdóttir og Benedikt Bragason hafa mikla reynslu af ferðalögum á fjöllum.  Undanfarin 20 ár hafa þau rekið ferðaþjónustu við Mýrdalsjökul og farið með ferðalanga upp á jökulinn og inn á hálendið á vélsleðum og jeppum. Hjá fyrirtækinu starfa um 25 manns og er skiptingin á milli íslenskra og erlendra starfsmanna […]

Kynning á verkefninu Þjálfun í gestrisni

Dagsetning: 28. september kl. 08:30 – 10:00 Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík Margrét Reynisdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir kynna ,Þjálfun í gestrisni – Raundæmi og verkefni“. Þátttakendur fá að prófa hluta af þjálfunarefninu á staðnum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Dagskrá: • María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF • Haukur Harðarson, verkefnastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar • […]

Hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, sem er verkefni vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, er að auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi greinarinnar. Hæfnisetrið greinir þarfir fyrirtækja, mótar leiðir, eykur samvinnu og samræmingu við fræðslu og kemur henni á framfæri til fræðsluaðila og fyrirtækja innan ferðaþjónustu. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar […]

Ný TTRAIN námskeið fyrir starfsþjálfa að fara af stað

Háskólinn á Bifröst heldur þjú námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu, TTRAIN, á haustönn 2017. Kennslulotur fara fram í Reykjavík. Starfsþjálfanámið, TTRAIN, snýst um að þróa aðferðir til að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustunnar sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækja sem og endurmenntun þeirra sem fyrir eru. Námið byggir á samevrópsku verkefni sem styrkt var […]

Fyrirtæki geta fengið styrki til að fjármagna fræðslu

Í tengslum við kjarasamninga árið 2000 var samið um stofnun sérstakra sjóða sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja. Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki geta sótt um styrk til starfsmenntasjóða vegna þeirra fræðslu sem þau bjóða sínu starfsfólki upp á. Með einni […]

Fræðslumálin tekin föstum tökum hjá Grillhúsinu

Haustið 2016 byrjaði Eva Karen Þórðardóttir sem starfsmannastjóri hjá Grillhúsinu og fyrirtækjum þess. Hún byrjaði á að rýna í starfsemina og taka viðtöl við starfsfólkið. Þessi viðtöl gáfu henni mjög skýra sýn á hvað mátti betur fara og hvað var verið að gera vel. Í framhaldinu voru reglur og ferlar skoðaðir vel. Starfsmannahandbók var skrifuð […]

Klasasamstarf skiptir máli fyrir smærri fyrirtæki.

Hveragerði er sjóðandi heitur bær þar sem náttúrufegurð Suðurlands er í fullum blóma. Frumskógar gistihús er fjölskyldurekið gistihús í bænum og þar starfa tveir til fimm starfsmenn eftir árstíðum. Við erum þátttakendur í klasasamstarfi um fræðslu ásamt nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum í Hveragerði segir Kolbrún Bjarnadóttir eigandi. Að vera hluti af slíkum klasa gerir okkur kleift að […]