Entries by Valdís Steingrímsdóttir

Kynningarfundur hjá SÍMEY á Akureyri

Þann 14. nóvember sl. var efnt til morgunverðarfundar í húsakynnum SÍMEY á Akureyri  til kynningar á Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og möguleikum til fræðslu starfsmanna í ferðaþjónustu. Á fundinn mættu 45 fulltrúar frá 20 fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í ferðaþjónustu eða tengjast greininni. Í framhaldi af morgunverðarfundinum funduðu fulltrúi SÍMEY með Hildi Bettý Kristjánsdóttur starfsmanni FA […]

FA og HR vilja auka rannsókna- og þróunarsamstarf

Nýverið undirrituðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík (HR) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, viljayfirlýsingu um aukið samstarf en HR stefnir á að bjóða framhaldsnám í stjórnun í ferðaþjónustu á næsta ári. Viljayfirlýsingin tekur til ýmissa verkefna þar sem aðilar vilja auka samvinnu sína og auka upplýsingaflæði milli aðila. M.a. verður skoðað hvaða rannsóknarverkefni […]

Fjárfesting í mannauðnum er lykilinn að því að ná langt í ferðaþjónustu

Hótel Höfn er á Höfn í Hornafirði og er staðsett við sjávarsíðuna með magnað útsýni yfir jökulinn, fjöllin og fjörðinn. Hótelið hefur verið starfandi síðan 1966. Á  sumrin starfa um 50 manns á hótelinu en fer niður í 25 til 30 yfir vetrarmánuðina. Fanney Björg Sveinsdóttir, hótel- og framkvæmdastjóri segir að  þau leggi áherslu á […]

Þjálfun í gestrisni – samningur við höfunda

Í liðinni viku undirritaði Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, samning við Margréti Reynisdóttur og Sigrúnu Jóhannesdóttur um ráðgjöf og breytingar á fræðsluefni þeirra Margrétar og Sigrúnar sem ber heitið ”Þjálfun í gestrisni”. Markmið samningsins er að auka hæfni framlínustarfsmanna í ferðaþjónustu með því að kynna og koma í notkun þessu nýja námsefni höfunda […]

Fræðslumöguleikar innan ferðaþjónustunnar

Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 08:30 – 10:00 verður morgunverðafundur á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarstofu, SAF og Ferðamálastofu. Markmiðið er kynna hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og fræðslumöguleika innan ferðaþjónustunnar ásamt þvið að miðla reynslu fyrirtækja af markvissu fræðslustarfi. Fundurinn fer fram í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4, Akureyri

Fræðsla og þjálfun skilar sér í öruggara verklagi og betri sölu

Systrakaffi er fjölskyldurekið kaffihús á Kirkjubæjarklaustri og var stofnað árið 2001. Staðurinn er opin alla daga yfir sumarmánuðina og býður upp á ljúffengan mat við allra hæfi.  Jafnframt reka sömu aðilar Skaftárskála. Starfsmenn eru hátt i 30 yfir sumarmánuðina en 12 til 17 manns er starfandi yfir vetrarmánuðina. Vaktstjórar sjá alfarið um þjálfun nýliða og […]

Menntun og færni á vinnumarkaði

Ráðstefna um menntun og færni á vinnumarkaði verður haldin á vegum Vinnumálastofnunar, SA, ASÍ og Hagstofu Íslands  fimmtudaginn 9. nóvember á Hilton Hótel Reykjavík Natura kl. 08:10-10:30. Hvert stefnir Ísland? Örar breytingar á tækni, efnahagslífi og samfélaginu gera það að verkum að nauðsynlegt er að vera vel undirbúin og meðvituð um ólíkar sviðsmyndir sem framtíðin kann […]

Regluleg þjálfun starfsmanna á Hótel Rangá

Hótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum gesta víðsvegar að úr heiminum auk þess sem hótelið er þekkt meðal Íslendinga fyrir gæði og þjónustu. Á Hótel Rangá eru 52 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er reyklaust og opið allt árið. „Hótel Rangá leggur mikla […]

Vinnustaðanámssjóður

Sjóðurinn veitir styrk til fyrirtækja vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun er skilgreindur hluti námsins.   Styrkurinn er til að stuðla að eflingu vinnustaðanáms og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim […]

Samstarf um tilraunakennslu á Fjarkanum

Veitingastaðirnir Kaffi krús, Tryggvaskáli og Yellow eru reknir af sömu aðilum. Kaffi krús er í senn heimilislegt kaffihús og notalegur veitingastaður í hjarta Selfossbæjar. Í ár eru 25 ár síðan Kaffi krús opnaði en í dag starfa um 35 manns þar. Tryggvaskáli opnaði 2013 og þar starfa um 20 starfsmenn. Matreiðslumenn Tryggvaskála leggja áherslu á […]