Entries by Jóna Valborg Árnadóttir

Þekkingarnet Þingeyinga og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar gera með sér samstarfssamning

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og Þekkingarnet Þingeyinga hafa undirritað samstarfssamning um heimsóknir og fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga er Þingeyjarsýslur, frá Vaðlaheiði að Langanesi. Þar er að finna fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki, til dæmis á Húsavík og í Mývatnssveit en einnig víða annars staðar. Ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu er bent á að hafa […]

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt við hátíðlega athöfn á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í gær. Höldur á Akureyri er Menntafyrirtæki ársins og Friðheimar í Bláskógabyggð er Menntasproti ársins. Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála. Höldur og Friðheimar hafa tekið þátt í tilraunaverkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu […]

Íslensk ferðaþjónusta keppi í gæðum

Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í gær sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), að mikilvægt væri að fyrirtæki fjárfestu í hæfni starfsmanna og þar með meiri fagmennsku. Þetta er stóri möguleikinn okkar til þess að bæta samkepnishæfni ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er að bæta gæðin, bæta hæfni starfsfólksins og […]

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar er kominn út

Til að efla góða samvinnu og sameiginlegan skilning starfsfólks í ferðaþjónustu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tekið saman lista yfir algeng orð sem notuð eru í greininni. Orðalistarnir eru á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku og eru aðgengilegir á prentuðum veggspjöldum og á heimasíðu Hæfnisetursins. Þar má jafnframt heyra framburð orðanna á íslensku og senda inn […]