Aukin hæfni í ferðaþjónustu – betri upplifun gesta

Adventure Hótel Geirland, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands hafa gert með sér samning um fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk hótelsins. Verkefnið fer af stað í janúar 2019.

Adventure Hótel Geirland er 40 herbergja sveitahótel, með veitingahúsi, um 2 km frá Kirkjubæjarklaustri.  Hótelið er vel staðsett á suðurlandi nálægt mörgum af helstu perlum suðurlands t.d.  Mýrdalsjökli, Fjaðrárgljúfur, Skaftafelli, Vatnajökli, Jökulsárlóni. Um 15-17 starfsmenn eru á hótelinu

Hótel Geirland er hluti af Adventure Hotels ehf og er í eigu Arctic Adventures (Straumhvarfs ehf) sem er ferðaþjónustu fyrirtæki.

Arctic Adventures  adventures.is selur og framkvæmir fjöldann allan af ferðum fyrir ferðamenn sem vilja upplifa ævintýri og njóta náttúru Íslands.  Meðal ferða sem boðið er upp á með leiðsögn eru jöklagöngur, köfun, yfirborðsköfun, snjósleðaferðir, íshellaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar, gönguferðir um hálendið, dagsferðir, 2-6 daga ferðir um landið osfrv.

 

 

Hafðu samband