Ferðalag sem snýr að fræðslu og þjálfun starfsmanna

3H Travel ehf. hafa undirritað samning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Gerum betur ehf. um þjálfun og fræðslu fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Starfsmenn eru að öllu jöfnu í kringum 60 talsins.

3H Travel sjá um ferðir inn í eldfjallið Þríhnjúkagíg.  Það var í júní 2012 sem ákveðið var að bjóða upp á ferðir fyrir almenning og hafa þær ferðir heppnast einstaklega vel.

Fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að nota sjálfbæra viðskiptahætti til að lágmarka umhverfisáhrif af ferðum ferðamanna inn í eldfjallið.

Eldfjallið gaus síðast fyrir meira en 4000 árum síðan og ekkert sem bendir til að það gjósi aftur í náinni framtíð.

Fræðsla og þjálfun til að tryggja meðvitund á umhverfi og öryggi í starfi

Hagvagnar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1991 og annast að hluta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Með því stuðla Hópbílar að minni mengun. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar hf. um skólaakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og Samband sunnlenskra sveitafélaga ásamt skólaakstri fyrir fatlaða. Félagið sér um almenningssamgöngur utan höfuðborgarsvæðis. Þar að auki sjá Hópbílar um allan akstur fyrir starfsmenn Alcan.

Umhverfis- og öryggismál eru mikilvægir þættir í stefnumörkun Hópbíla og Hagvagna og eru þau að starfa skv. alþjóðastöðlum ISO-14001 og OHSAS-18001. Einkunnarorð fyrirtækjanna eru ÖRYGGI, UMHVERFIÐ, HAGUR og ÞÆGINDI. Starfsmenn vinni eftir umhverfis- og öryggisstefnu fyrirtækjanna þá er gríðarlega mikilvægt að þeir fari í gegnum markvissa þjálfun og fræðslu til að tryggja meðvitund þeirra á umhverfi og öryggi í starfi. Þ.a.l. er notast við skipulagða þjálfunaráætlun sem unnið er með allt árið.

Þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk á Brim Hótel

Brim Hótel hefur skrifað undir samning um þátttöku í tilraunaverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar í samstarfi við Gerum betur ehf. er varðar þjálfun og fræðslu fyrir starfsfólk. Markmið þess er að efla þjálfun og færni í ferðaþjónustu hér á landi.

Brim er lítið vinalegt hótel í hjarta Reykjavíkur. Á hótelinu starfa 12 starfsmenn sem flestir eru af erlendu bergi brotnir.

Á myndinni eru Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, Bartosz, hótelstjóri og Margrét Reynisdóttir frá Gerum betur ehf.

Bjóðum Margréti velkomna í hópinn

Skrifað var undir samstarfssamningi við Gerum betur ehf. um miðlun fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Gerum betur ehf. bættist í þann góða hóp fræðsluaðila sem fyrir var og hefur starfað með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í rúmt ár. Það eru MÍMIR símenntun, Fræðslunet Suðurlands og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf. hefur á annan áratug haldið fjölda námskeiða um þjónustu og mismunandi menningarheima fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Námskeiðin eru í boði sem vefnámskeið í gegnum tölvu og síma. Hún veitir einnig ráðgjöf um stjórnun og hönnun þjónustu og fræðslu. Dæmi um umsagnir má sjá HÉR.

Margrét er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow og B.Sc. í matvælafræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar býður Gerum betur ehf. velkomin í hópinn.

Á myndinni er Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf.

Tækifæri til að gera betur með þátttöku í tilraunaverkefninu.

 

Hótel Óðinsvé hefur verið með reglulega þjálfun og fræðslu fyrir sitt starfsfólk en sá tækifæri til að gera betur með því að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Hótel Óðinsvé er 50 herbergja boutique hótel í hjarta Reykjavíkur. Á Hótel Óðinsvé, er leitast við að bjóða upp á vingjarnlega og faglega þjónustu í hlýlegu og afslöppuðu umhverfi sem gerir gestum kleift að finnast þeir vera heima hjá sér.

Einnig eru í boði 10 lúxus íbúðir í Reykjavík.

Á myndinni eru Margrét Reynisdóttir frá Gerum betur ehf. Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, Bjarni Hákonarson, hótelstjóri og Sigurlaug Jóhannsdóttir, móttökustjóri

 

 

Er starfsfólkið þitt framúrskarandi gestrisið?

Þjálfun í gestrisni er efni sem er aðgengilegt frítt á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar HÉR

Efnið er á íslensku, ensku og pólsku

Efnið er ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Starfsmaður í fyrirtækinu getur haldið utan um þjálfunina í samstarfi við vinnuveitanda eða fengið utanaðkomandi fræðsluaðila í verkið.

Efnið byggir á stuttum fjölbreyttum sögum, af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Tilvalið að nota t.d. eina til tvær sögur á starfsmannafundum.

Þjálfunarefnið miðast við fjóra starfaflokka sem eru:

* Móttaka og aðbúnaður

* Veitingar

* Þrif og umgengni

* Bílaleiga