Friðheimar taka þátt í tilraunaverkefni um fræðslu og þjálfun

Friðheimar er fjölskyldu rekið fyrirtæki í Bláskógabyggð en 1995 keyptu þau Knútur og Helena Friðheima, ákveðin í að flétta saman þær starfsgreinar sem þau höfðu menntað sig í; hestamennsku og garðyrkju. Þau eiga fimm börn sem öll taka virkan þátt í búskapnum. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring. Gestir fá innsýn í ræktunina með stuttum og fræðandi fyrirlestri.  Fjölskyldan tekur líka á móti gestum, sýnir þeim hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig – og gefur þeim að smakka á afurðunum. Í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt og ferðamönnum boðið upp á hestasýningu á fjórtán tungumálum. Friðheimar hafa hlotið margar viðurkenningar frá árinu 2009 og nú síðast  fengu þau nýsköpunarverðlaun SAF. Friðheimum bjóða upp á umhverfis- og félagslega ábyrga þjónustu fyrir gesti.

Gestir sem hafa heimótt Friðheima á þessu ári er um 160.000. Starfsmenn í heilársstarfi eru 40 talsins og bætast síðan við um 10 manns yfir sumarmánuðina auk þessa einvalaliðs starfsfólks eru 600 býflugur, að störfum daglega í Friðheimum.  Við erum með starfsfólk frá mörgum þjóðernum og það er mikil verðmæti í því seigir Knútur en þau tóku þá ákvörðun á degi íslenskrar tungu að bjóða öllu erlenda starfsfólkinu sínu upp á frítt íslenskunám.

Það er lagt mikið upp út vandaðri nýliðaþjálfun og allir starfsmenn fá fræðslu við hæfi t.d. þá fá allir gestir okkar borðakynningu er varðar ræktun og sérstöðu í íslenskri ræktun sem okkar starfsfólk er þjálfað til að veita. Þjálfunarferlið er nokkuð langt þar til starfsmaðurinn er fær um að svara því sem við viljum að þeir geti frætt gestina um. Þjálfun og fræðsla er mikilvæg í okkar gæðakerfi vegna þess að við erum að uppfræða gestina okkar. Allir starfsmenn fá jafnframt fræðslu um nánasta umhverfi til að geta svarað spurningum gesta.

Það er til góð og vönduð starfsmannahandbók. Við notum starfsmannafundin til að koma á framfæri fræðslu og árlega fundum við með öllu starfsfólki til að komast að því hvað við getum gert betur og hvar við getum bætt okkar þjónustu við gestina. Á þessum fundum fáum við líka hugmyndir frá starfsfólkinu okkar um ýmislegt sem betur má fara segir Knútur.

Friðheimar ætla að taka þátt í tilraunaverkefni með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Fræðslunets Suðurlands sem byggir á þjálfun og fræðslu sem er sérsniðin að þeirra þörfum.  Við höfum metnað og vilja til að gera betur, tímasetningin er góð núna og gott er að fá utanaðkomandi og faglega aðstoð segir Knútur að lokum.

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar

Þann 22. nóvember var Hugtakasafn ferðaþjónustunnar gert aðgengilegt á www.kompás.is  Hugtakasafnið inniheldur um 340 orð og hugtök á íslensku og ensku sem tíðkast að nota innan ferðaþjónustunnar.

Hugtakasafnið er afrakstur samstarfsverkefnis milli fulltrúa fyrirtækjanna Atlantik, GJ Travel, Gray Line og Iceland Travel undir handleiðslu KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins í samstarfi við Íslenska Ferðaklasann. Fjöldi annarra aðila hefur lagt þessari vinnu lið með framlögðum heimildum, ábendingum og yfirlestri.

Góð þjálfun skilar sér í miklu öruggara starfsfólki

Humarhöfnin og Nýhöfn eru tveir veitingastaðir sem reknir eru af sömu fjölskyldunni á Höfn í Hornafirði. Nýhöfn er staðsett í elsta íbúðarhúsi bæjarins, bygg árið 1897. Humarhöfnin er  sérhæfður humarveitingastaður sem tók til starfa árið 2007.  Yfir sumarmánuðina starfa um 40 starfsmenn en yfir vetrarmánuðina fer starfsmanna fjöldinn niður í 15 manns. Þegar nýir starfsmenn byrja þá er ávallt farið í gegnum vissa þjálfun, við höfum t.d. útbúið kynningarrit um humar sem allt starfsfólk verða að kynna sér vel. Allt starfsfólk hefur möguleika á því að vinna sig upp í starfi. Góð þjálfun og fræðsla skilar sér í miklu öruggara starfsfólki og almennri ánægju. Með góðri þjálfun og fræðslu minkar allt stress mikið vegna þess að fólk veit hvað það á að gera og er betur í stakk búið að veita góða þjónustu ásamt því að geta betur tekist á við kvartanir viðskiptavina segir Eik Aradóttir einn af eigendum.

 

Humarhöfnin hefur verið í samstarfi við veitinga og hótelskóla í Póllandi sem heitir Regionala Szkola Turystyczna  en þaðan koma nemendur sem vinna bæði tímabundið og til lengri tíma hjá Humarhöfninni og Nýhöfn.  Forsvarsmenn skólans hafa komið í heimsókn í Humarhöfnina til að kynna sér staðina. Við höfum nýtt okkur fræðslu frá birgjum segir Eik.

Allt starfsfólk okkar fór á fyrirlestur um gæði og þjónustu sem Þorkell Óskar Vignisson sem lokið hefur Bacelor of international business in hotel and tourism management (BIB) við César Ritz Colleges hélt fyrir okkur. Fyrirlesturinn sló í gegn en það var mjög sýnilegt eftir á hvað starfsfólkið lærði mikið.  Við viljum gjarna vera með þjálfun frá fagaðilum sem eru tilbúnir að koma á staðin eru tilbúnir í þann sveigjanleika á tímasetningum sem henta okkur, geta kennt á ensku og eru jafnframt með verklega þjálfun. Starfsfólk verður að taka þátt í námskeiðinu ekki bara að sitja og hlusta segir Eik að lokum.

 

Samtal við ferðaþjónustuna

Miðvikudaginn 6. desember komu saman 26 fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja og starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Markmið fundarins var að eiga samtal um fræðslumál fyrirtækja í ferðaþjónustu og hvernig fræðsluaðilar ásamt Hæfnisetrinu geta sem best komið til móts við þarfir ferðaþjónustunnar um markvissa og árangursmiðaða fræðslu. Margt áhugavert kom fram á fundinum sem nýtist vel í áframhaldandi vinnu við að auka hæfni og gæði innan ferðaþjónustunnar.

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2018 – óska eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins sem verða afhent í Hörpu 15.febrúar 2018. Óskað er eftir tilfnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 18.desember n.k.

Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2018, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin skilyrði.

Viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins, að stuðlað sé að markvissri menntun og fræðslu, að sem flest starfsfólk taki virkan þátt og að hvatning til frekari þekkingaöflunar sé til staðar.

Viðmið fyrir menntasprota ársins eru að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja og/eða að samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu innan sem utan fyrirtækja.

Tilnefningar sendist í tölvupósti á sa@sa.is

 

Kynningarfundur hjá SÍMEY á Akureyri

Þann 14. nóvember sl. var efnt til morgunverðarfundar í húsakynnum SÍMEY á Akureyri  til kynningar á Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og möguleikum til fræðslu starfsmanna í ferðaþjónustu.

Á fundinn mættu 45 fulltrúar frá 20 fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í ferðaþjónustu eða tengjast greininni. Í framhaldi af morgunverðarfundinum funduðu fulltrúi SÍMEY með Hildi Bettý Kristjánsdóttur starfsmanni FA og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarstofu, Ferðamálastofu og Einingar-Iðju um næstu skref í verkefninu. Gert er ráð fyrir að þessir samstarfsaðilar hittist aftur í janúar og stilli áfram saman strengi.

Á kynningarfundinum kom fram áhugi nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja á fræðslu og er gert ráð fyrir að eftir áramót verði þau fyrirtæki heimsótt og þeim kynntir möguleikar í fræðslu og fjármögnun hennar.

Mögulega hentar einhverjum fyrirtækjum að fara inn í verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ sem gengur út á að ráðgjafi greini þarfir viðkomandi fyrirtækis og í framhaldinu yrði síðan unnin markviss símenntunar- og fræðsluáætlun fyrir fyrirtækið. Einnig er mögulegt klasasamstarf fyrirtækja í sama geira ferðaþjónustunnar um ákveðna fræðslu.