FA og HR vilja auka rannsókna- og þróunarsamstarf

Nýverið undirrituðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík (HR) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, viljayfirlýsingu um aukið samstarf en HR stefnir á að bjóða framhaldsnám í stjórnun í ferðaþjónustu á næsta ári. Viljayfirlýsingin tekur til ýmissa verkefna þar sem aðilar vilja auka samvinnu sína og auka upplýsingaflæði milli aðila. M.a. verður skoðað hvaða rannsóknarverkefni […]

Fjárfesting í mannauðnum er lykilinn að því að ná langt í ferðaþjónustu

Hótel Höfn er á Höfn í Hornafirði og er staðsett við sjávarsíðuna með magnað útsýni yfir jökulinn, fjöllin og fjörðinn. Hótelið hefur verið starfandi síðan 1966. Á  sumrin starfa um 50 manns á hótelinu en fer niður í 25 til 30 yfir vetrarmánuðina. Fanney Björg Sveinsdóttir, hótel- og framkvæmdastjóri segir að  þau leggi áherslu á […]

Þjálfun í gestrisni – samningur við höfunda

Í liðinni viku undirritaði Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs í ferðaþjónustu, samning við Margréti Reynisdóttur og Sigrúnu Jóhannesdóttur um ráðgjöf og breytingar á fræðsluefni þeirra Margrétar og Sigrúnar sem ber heitið ”Þjálfun í gestrisni”. Markmið samningsins er að auka hæfni framlínustarfsmanna í ferðaþjónustu með því að kynna og koma í notkun þessu nýja námsefni höfunda […]

Fræðslumöguleikar innan ferðaþjónustunnar

Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 08:30 – 10:00 verður morgunverðafundur á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarstofu, SAF og Ferðamálastofu. Markmiðið er kynna hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og fræðslumöguleika innan ferðaþjónustunnar ásamt þvið að miðla reynslu fyrirtækja af markvissu fræðslustarfi. Fundurinn fer fram í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4, Akureyri

Fræðsla og þjálfun skilar sér í öruggara verklagi og betri sölu

Systrakaffi er fjölskyldurekið kaffihús á Kirkjubæjarklaustri og var stofnað árið 2001. Staðurinn er opin alla daga yfir sumarmánuðina og býður upp á ljúffengan mat við allra hæfi.  Jafnframt reka sömu aðilar Skaftárskála. Starfsmenn eru hátt i 30 yfir sumarmánuðina en 12 til 17 manns er starfandi yfir vetrarmánuðina. Vaktstjórar sjá alfarið um þjálfun nýliða og […]