Menntun og færni á vinnumarkaði

Ráðstefna um menntun og færni á vinnumarkaði verður haldin á vegum Vinnumálastofnunar, SA, ASÍ og Hagstofu Íslands  fimmtudaginn 9. nóvember á Hilton Hótel Reykjavík Natura kl. 08:10-10:30. Hvert stefnir Ísland? Örar breytingar á tækni, efnahagslífi og samfélaginu gera það að verkum að nauðsynlegt er að vera vel undirbúin og meðvituð um ólíkar sviðsmyndir sem framtíðin kann […]

Regluleg þjálfun starfsmanna á Hótel Rangá

Hótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum gesta víðsvegar að úr heiminum auk þess sem hótelið er þekkt meðal Íslendinga fyrir gæði og þjónustu. Á Hótel Rangá eru 52 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er reyklaust og opið allt árið. „Hótel Rangá leggur mikla […]

Vinnustaðanámssjóður

Sjóðurinn veitir styrk til fyrirtækja vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun er skilgreindur hluti námsins.   Styrkurinn er til að stuðla að eflingu vinnustaðanáms og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim […]

Samstarf um tilraunakennslu á Fjarkanum

Veitingastaðirnir Kaffi krús, Tryggvaskáli og Yellow eru reknir af sömu aðilum. Kaffi krús er í senn heimilislegt kaffihús og notalegur veitingastaður í hjarta Selfossbæjar. Í ár eru 25 ár síðan Kaffi krús opnaði en í dag starfa um 35 manns þar. Tryggvaskáli opnaði 2013 og þar starfa um 20 starfsmenn. Matreiðslumenn Tryggvaskála leggja áherslu á […]

Nýsköpunarverðlaun SAF 2017

  – óskað er eftir tilnefningum til og með 3. nóvember Samtök ferðaþjónustunnar afhenda á ári hverju nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir verkefni sem stjórn sjóðsins […]

Þjálfunarefnið “Gestrisni í ferðaþjónustu – raundæmi og verkefni”

Kynningarfundur var haldin 28 september í Húsi atvinnulífsins í samstarfi við SAF, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Stjórnvísi þar sem þær Margrét Reynisdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir kynntu þjálfunarefnið fyrir fræðsluaðilum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þær stöllur fengu styrk úr Fræðslusjóði til að vinna þjálfunarefni fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Þau svið sem tekin eru fyrir í þessu þjálfunarefni […]

Fjármögnun Hæfniseturs tryggð næstu 3 árin

Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, undirritaði í dag þjónustusamning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) um að hýsa verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til rúmlega 50 m.kr. á ári til verkefnisins næstu þrjú árin frá og með 2018. Markmið verkefnisins er að auka gæði og hæfni í ferðaþjónustu, einkum framlínustarfsmanna og millistjórnenda. Í því […]

TTRAIN námskeið fyrir starfsþjálfa að fara af stað

Háskólinn á Bifröst heldur þjú námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu, TTRAIN, á haustönn 2017. Kennslulotur fara fram í Reykjavík. Starfsþjálfanámið, TTRAIN, snýst um að þróa aðferðir til að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustunnar sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækja sem og endurmenntun þeirra sem fyrir eru. Námið byggir á samevrópsku verkefni sem styrkt var […]

Þjálfun skilar sér í hæfara starfsfólki

Hótel Selfoss er staðsett á bökkum Ölfusár, miðsvæðis á Selfossi. Á hótelinu hefur þjálfun starfsmanna ekki verið í reglulegum farvegi en til stendur að fara í þarfagreiningu til að kortleggja þá fræðslu sem þörf er á og í framhaldinu að taka þjálfunarmál fastari tökum. Á veitingarstaðnum Riverside sem er á hótelinu hefur hins vegar verið […]