Samstarfssamningur við Kompás þekkingarsamfélagið

Í dag undirrituðu Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og Björgvin Filippusson stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins samstarfssamning er styður markmið og starfsemi samningsaðila með öflugu samstarfi og í framkvæmd ýmissa verkefna. FA vistar nýstofnað Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og fellur samstarfssamningurinn vel að þeim verkefnum sem þar er unnið að. Með samstarfssamningnum er m.a. verið að hvetja til […]

Hæfnisetrið kynnt á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar

Í síðustu viku var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar kynnt á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) með opnun vefsíðu og öðru kynningarefni. Kynningin fór fram á fundi fagnefnda 15. mars og síðar í Hörpu á sjálfum ársfundi SAF, Ferðaþjónustudeginum, degi síðar, 16. mars sl. Mikill fjöldi félagsmanna SAF og gesta sótti ársfundinn og var bás Hæfnisetursins fjölsóttur enda alltaf […]

Grunnnámskeið fyrir almennt starfsfólk veitingahúsa

Skerpa býður upp á námskeið fyrir fólk í veitingasal. Leiðbeinendur eru framreiðslumenn með meistararéttindi og yfir 30 ára starfsreynslu í faginu. Efnið er sniðið að þörfum eigenda og rekstraraðila veitingahúsa sem vilja efla sölustarf og verkþekkingu hjá sínu starfsfólki. Efnið er miðað að starfsfólki í veitingasal öðrum en sveinum, nemum og meisturum í framreiðslu. Nánari […]

Fjarkinn – Fjögur hagnýt námskeið fyrir ferðaþjónustuna

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi hefur skipulagt fjögur hagnýt námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila. Námskeiðin eru haldin á vinnustaðnum eða í húsnæði Fræðslusetursins ( Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Vík, Kirkjubæjarklaustri eða Höfn í Hornafirði). Námskeiðin eru: 1) Ferðaþjónusta,umhverfi og mennning, 2) Þjónusta og gestrisni, 3) Mannauðurinn og vinnustaðurinn og 4) Meðferð matvæla – ofnæmi og óþol. Sjá nánar […]

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnað

Ferðamálaráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifaði undir samning 18. jan. sl. við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Stjórnstöð ferðamála, á grundvelli samþykktar Alþingis frá því í október 2016, um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar til að auka hæfni í ferðaþjónustu. Í Vegvísi í ferðaþjónustu sem gefin var út í október 2015 er fyrst og fremst lögð áhersla á sjö […]